Halló annast símsvörun og þjónustusamskipti.

Við rekum þjónustuver þar sem við vinnum með upplýsingakerfi viðskiptavina okkar, miðlum upplýsingum og svörum síma, netspjalli og öðrum miðlum – þannig búum við til ánægða viðskiptavini.

Starfsstöðvar Halló eru í Nóatúni 17, Reykjavík, á Ísafirði og víða í heimahúsum starfsfólks sem vinnur fyrir okkur í fjarvinnu. Rúmlega tuttugu einstaklingar koma að starfsseminni, samtals búa þeir til meira en þúsund ánægða viðskiptavini á hverjum degi.

Á okkar starfsvettvangi eru að verða miklar tæknibreytingar hvað varðar talvélar, samskiptaleiðir og miðlun skilaboða. Við leggjum áherslu á að standa við hlið viðskiptavina okkar í þeirri vegferð og vinna með framsæknum fyrirtækjum sem bjóða nýjustu þjónustulausnir.

Teymið okkar

Vertu í bandi

Þú getur haft samband við okkur símleiðis eða með því að fylla út fyrirspurnarformið að neðan og við munum svara þér við fyrsta tækifæri.